Mánudagurinn 23. janúar 2017

Nemendastýrt nám

Næsta þema í unglingadeild verður skipulagt af nemendum. Þeir fá tækifæri til að koma með hugmyndir af verkefnum sem myndi undirbúa þá á sem bestan hátt fyrir þá framtíð sem þeir sjá fyrir sér. Í þessari vinnu munu þeir fá kröfur aðalnámskrá grunnskóla til að hafa til hliðsjónar við skipulag þemans. Að auki fá þeir tækifæri til að koma með hugmyndir af verkefnum sem þeir vilja leysa í einstökum fögum, samþættum fögum eða verkefni sem tengist einhverju sem við erum ekki að sinna að þeirra mati. Við munum vinna þessa undirbúningsvinnu næsta miðvikudag og tökum því hlé á þemaverkefninu sem er nú í gangi og ljúkum því í staðinn í vikunni á eftir.  

Að þessari vinnu lokinni munu nemendur útbúa myndband sem verður sent á skólaráð Reykjavíkurborgar þar sem þeir lýsa því hvernig þeir sjá fyrir sér að skólastarfið eigi að vera nú og fram til 2030.

Foreldrar eru hvattir til að ræða þessi mál við sín börn og miðla af reynslu sinni um hvað þeir telji að við gætum gert betur til að undirbúa nemendur undir að takast á við þær áskoranir sem eiga eftir að mæta þeim í framtíðinni.

Prenta | Netfang

Þorradagur 2017

ÞORRADAGUR, 20. JANÚAR 2017
Mynd thorrrinn

Sjá myndir frá þorradegi hér.
Samkvæmt gamalli hefð höldum við upp á þorrann föstudaginn 20. janúar 2017 í Hólabrekkuskóla. Því hvetjum við alla til að mæta í einhverju þjóðlegu, t.d. lopapeysu, ullarsokkum, með svuntu, hyrnu, lopahúfu og fléttum hárið. Þeir sem eiga íslenskan búning ættu að nota tækifærið og klæða sig uppá.

Prenta | Netfang