Miðvikudagurinn 28. september 2016

Frammistöðumatið

Ágætu foreldrar/forráðamenn

Við viljum minna á að opnað var fyrir frammistöðumatið þriðjudaginn 27. september. Frammistöðumat gefur aukna möguleika á samstarfi nemenda, foreldra og skóla við mat á stöðu og líðan nemenda. Frammistöðumat gerir foreldrafundi markvissari og eykur samvinnu milli heimilis og skóla.
Við óskum því eftir að þú/þið foreldrar/forráðamenn aðstoðið barn ykkar við að fylla út frammistöðumatið.

Hérna fylgir slóð að myndbandi sem sýnir hvernig á að framkvæma frammistöðumatið.

Prenta | Netfang

Kartöfluupptaka

kartofluuppskera
Sjá fleiri myndir hér

Í  vor settu nemendur 6. bekkja niður útsæði í garði skólans. Þriðjudaginn 27. september tóku þeir síðan kartöflurnar upp í blíðskaparveðri eins og meðfylgjandi myndir sýna. Á næstu dögum verður síðan uppskeruhátíð, en þá matreiða nemendur í heimilisfræðihópunum uppskeruna á mismunandi vegu.

Prenta | Netfang

Aðalfundur foreldrafélags Hólabrekkuskóla 2016

Aðalfundur Foreldrafélags Hólabrekkuskóla verður haldinn þriðjudaginn 27. september kl. 19:30 í hátíðarsal skólans. Byrjað verður á súpu í boði skólans. Eftir það hefjast hefðbundin aðalfundarstörf.

Adalfundur foreldraf 2016 heimas
Smelltu á auglýsinguna til að stækka

Prenta | Netfang