Mánudagurinn 26. júní 2017

Útskrift 10. bekkinga, vor 2017

Miðvikudaginn 7. júní 2017 voru 10. bekkingar útskrifaðir frá skólanum við hátíðlega athöfn. Nemendur mættu ásamt fjölskyldum sínum og skólastarfsmönnum kl. 18.00 í hátíðarsal skólans. Alls útskrifuðust 35 nemendur, 21 piltur og 14 stúlkur. Athöfnin hófst á ávarpi og ræðu skólastjóra sem bauð alla viðstadda velkomna, kynnti dagskrá kvöldsins og þakkaði nemendum og foreldrum samstarfið. Nemendur fengu afhentan vitnisburð sinn ásamt góðum framtíðaróskum.

19024653 10213481279684913 884977790 o 11532 800 600 80   
Myndir frá útskriftinni má sjá hér.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs 2017

Nemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent við hátíðlega athöfn í Laugalækjarskóla 29. maí 2017. Þrjátíu og þrír nemendur fengu viðurkenningu fyrir að skara fram út í námi, virkni í skóla- og félagsstarfi og aðra frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs.
 
Sjá frétt á vef Reykjavíkurborgar hér.

Dunja
Hólabrekkuskóli tilnefndi Dunju Dagnýju Minic, nemanda í 3. bekk, fyrir framúrskarandi námsárangur, mikla virkni í frístundum og góða frammistöðu í íþróttum.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Skólaslit 2017

Skólaslit verða hjá Hólabrekkuskóla miðvikudaginn 7. júní 2017. Nemendur mæta í sínar heimastofur kl. 08:50 /10:50 og ganga með umsjónarkennara á sal skólans. Að athöfn lokinni fara nemendur aftur í sínar skólastofur og taka á móti námsmati. Nemendur fara heim að skólaslitum loknum, ekki verður boðið upp á gæslu fyrir nemendur í 1. – 4. bekk. Nemendur í 10. bekk koma beint í hátíðarsal með aðstandendum sínum.

Miðvikudaginn 7. júní 2017 verða skólaslit sem hér segir:
1.– 4. bekkur kl. 09:00
5. – 9. bekkur kl. 11:00
10. bekkur kl. 18:00
bodsbref vorid17

Prenta | Netfang