Mánudagurinn 29. ágúst 2016

Mentor námskeið, 30. ágúst 2016

Kæru foreldrar nemenda í 1. – 10 bekk.

mentor

Samkvæmt skóladagtali býður skólinn foreldrum upp á Mentor námskeið þriðjudaginn 30. ágúst í tölvuveri skólans. Foreldrar geta komið í tölvuverið frá kl. 8:00 til kl. 9:00 og fengið leiðsögn frá skólastarfsmönnum. Tilgangur námskeiðsins er að kynna, rifja upp og / eða auka færni foreldra í notkun Mentors.

Góðar kveðjur,
stjórnendur

 

Prenta | Netfang

Skólaárið 2016-2017

Hólabrekkuskóli var settur mánudaginn 22. ágúst og hófst þar með 43. starfsár skólans. Við hlökkum mikið til samstarfsins í vetur, skólaárið 2016-2017 með virðingu, gleði og umhyggju að leiðarljósi. Sjá myndir frá skólasetningunni hér.

1 b fyrsti skoladagur 2016
Mynd: Nemendur í 1. bekk, fyrsti kennsludagur, sjá fleiri myndir hér.

Það voru kátir nemendur sem stigu fyrstu skref sinnar skólagöngu miðvikudaginn 24. ágúst. Eins og sjá má á myndunum skín gleðin og eftirvæntingin úr augum barnanna og ljóst að framundan eru spennandi, lærdómsríkir og skemmtilegir tímar.

Prenta | Netfang

Skólasetning haust 2016

skolasetningHaust16
Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst

kl. 09:00   2. - 5. bekkur
kl. 11:00   6. - 10. bekkur

Eftir skólasetningu í hátíðarsal skólans fara nemendur með umsjónarkennara í sínar heimastofur. Nemendur í 1. bekk verða boðaðir sérstaklega í viðtöl með foreldrum sínum 22. og 23. ágúst.

Kennsla nemenda í 2. - 10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. Kennsla nemenda í 1. bekk hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 24. ágúst.

Gagnalistar 2016-2017

Skólastjóri.

Prenta | Netfang