Þriðjudagurinn 28. mars 2017

Þemavika, uppskeruhátíð

IMG 4097
Vel heppnaðri þemaviku fyrir 1. - 7. bekk lauk með sýningu fyrir foreldra í dag, föstudaginn 24. mars 2017. Fjöldi foreldra kom og skoðaði sýninguna með börnum sínum og kennurum þeirra. Allir voru glaðir í anda þemavikunnar, en nemendur unnu verkefni úr ævintýrum Astrid Lindgren og skreyttu skólann með verkum sínum. 
Hér má sjá fleiri myndir.

Prenta | Netfang

Starfamessa í Hólabrekkuskóla

IMG 3980
Kynningin heppnaðist frábærlega vel, hægt er að sjá myndir frá starfamessunni hér.
Þann 22. mars síðastliðinn var haldin starfamessa fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Foreldrar sáu um margar kynningar en einnig komu aðrir fagaðilar inn og kynntu störf sín. Þátttakendur höfðu lagt mikla vinnu í að undirbúa kynninguna og komu með ýmis konar hluti úr starfi til að sýna nemendum.

Nemendur eru að vinna þemaverkefni í tengslum við nám og störf þar sem þeir eiga að kynna sér starf sem þeir hafa áhuga á og hvaða menntunar og hæfni er þörf til að vinna tiltekið starf.

Lesa >>

Prenta | Netfang

10. bekkur á kynningu á Landspítalanum

Landspítalinn heimsókn

Þann 21. mars bauð Landspítalinn nemendum í 10. bekk, sem hafa áhuga á nám og störfum á heilbrigðissviði, á starfskynningu. Nemendur fengu kynningu starfsemi Landspítalans og starfi nokkurra heilbrigðisstétta, svo sem lífeindafræðinga, sjúkraliða, sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og lækna. Á kynningunni voru nemendur úr mörgum grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu sem höfðu áhuga á námi og starfi á þessu sviði. Alls fóru 10 nemendur frá Hólabrekkuskóla og voru þau öll til fyrirmyndar. Við viljum þakka Landspítalanum fyrir áhugaverða og skemmtilega kynningu.

Prenta | Netfang